Episodes

Tuesday Feb 11, 2025
Tuesday Feb 11, 2025
Í þessum fimmta þætti ræði ég við Thor Ólafsson um teymisþjálfun út frá sjónarhóli leiðtogaþjálfunar. Thor er sannkallaður reynslubolti, með áratuga reynslu af leiðtogaþjálfun á efstu stigum, bæði hérlendis og erlendis. Fyrirtæki hans, Strategic Leaders, starfrækir í dag skrifstofur í þremur löndum.
Ég sá fyrst til Thors árið 2014 þegar hann hélt erindi um Innri Áttavitann, og í þessum þætti fáum við að heyra magnaða sögu um hvernig hann varð til – sem og margt fleira.
Góða skemmtun! 🎧

Sunday Jan 26, 2025
Sunday Jan 26, 2025
Nú er komið að sjónarhorni leiðtogans á teymi og teymisþjálfun og það er hún Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, sem spjallar við mig um sína vegferð, leiðtogahlutverk og teymispælingar. Guðrún hefur spilað allskonar hlutverk, bæði hérlendis og erlendis og því sérlega ánægjulegt að fá hana í þáttinn.

Thursday Dec 12, 2024
Thursday Dec 12, 2024
Í þessum þætti beini ég sjónum okkar að þjálfun hugbúnaðarteyma og fæ til mín sérfræðing í þeim efnum, Daða Ingólfsson, sem starfar sem teymisþjálfari hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Hann hefur gríðarlega reynslu í þessum efnum og á stóran þátt í útbreiðslu á þekkingu og nýtingu á Agile hugmyndafræðinni hér á landi ásamt Pétri Orra Sæmundsen og fleirum, ekki síst í gegnum ráðstefnuna Agile Ísland sem var árlegur viðburður um alllangt skeið.

Monday Dec 02, 2024
Monday Dec 02, 2024
Í þessum þætti ræði ég við Gest Pálmason sem starfar sem teymisþjálfari og stjórnendamarkþjálfi hjá fyrirtækinu Complete Coherence. Hann vinnur að stórum hluta erlendis og hefur frá ýmsu fróðlegu að segja, bæði er varðar teymisþjálfun en einnig frá reynslu sinni áður en teymisþjálfunin fór á fullt skrið.

Monday Nov 25, 2024
Monday Nov 25, 2024
Í þessum fyrsta þætti ræði ég við Kristrúnu Önnu Konráðsdóttur sem er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari. Hún hefur heldur betur verið að viða að sér þekkingu og reynslu undanfarin misseri og er á fleygiferð í faginu. Það er því sannarlega gleðiefni að fá hana í þáttinn að deila sögu sinni, reynslu og hugmyndum um teymi og teymisþjálfun, og af hverju hún er í þessu fagi í dag.